Opið samtal

Opið samtal | Fjölmenningardeild VMST – hlutverk og samstarf

Fulltrúar Fjölmenningardeild VMST kynntu þjónustu og stuðning sem þau veita fólki sem nýkomið er til Íslands og eru með sérsniðna upplýsingagjöf um réttindi og skyldur til þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. Hópurinn sem tók þátt í samtalinu kom úr ýmsum áttum. Við borðið sátu þjónustuaðilar innan borgarinnar,  fulltrúar frá Rauða krossinum sem sinna félagsþörfum flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd ásamt aðilum með reynslu og áhuga á stefnumótun í málaflokknum.  

Rætt var með opinskáum hætti um áskoranir og tækifæri sem fælust í því að veita þjónustuna sem ríkisstofnun og hvernig menningarmunur og fyrri reynsla hefði áhrif á traust meðal skjólstæðinga.  Hugmyndir voru ræddar um hvernig hægt væri að nýta almenningsbókasöfn til að efla miðlunina og auka skilning á aðstæðum og þjónustuþörfum. Helstu áskoranir sem Fjölmenningardeildin glímir eru tilfelli þar sem fátt var í framboði fyrir tiltekna hópa, t.d. lítið framboð innan menntakerfisins meðal ungmenna á aldrinum 16-22 ára. Ein að mögulegum lausnum sem rædd var sem svar skorti á stuðningi við félagslega virkni og þekkingarmiðlun á jafningjagrundvelli, var að nýta almenningsrými bókasafnanna til að tengja hópa saman við félagasamtök og þróa á framboði í takt við þarfir þeirra sem nýkomin eru til Íslands.  

Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna.

Opið samtal í hóp

Hvað er Opið Samtal

Opið samtal á Borgarbókasafninu er hlutlaus vettvangur þar sem bilið er brúað á milli einstaklinga, samtaka og stofnana. Í Opnu samtali er markmiðið að ræða saman brennandi málefni á jafningjagrundvelli, með það að markmiði að finna svörin saman, koma málum í farveg og að ólík sjónarmið fái að heyrast. 

Frekari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

Category
UpdatedFriday March 1st 2024, 13:36