Tímabundin lokun

Borgarbókasafnið er lokað fyrir gestum í takt við hertar takmarkanir í yfirstandandi samkomubanni. Eins og sakir standa reiknum við með að opna dyr safnanna aftur og gangsetja bókabílinn um leið og samkomubanni lýkur. Öllum viðburðum hefur verið frestað um sinn.

Við bendum á netspjallið hér á heimasíðunni, en einnig má leita eftir aðstoð í síma 411-6100, í tölvupósti og á Facebook. Svarað er í síma á milli kl. 10-16 alla virka daga.

Skiladagur allra bókasafnsgagna, sem hefði undir eðlilegum kringumstæðum þurft að skila á þessu tímabili, hafa verið færðir á fyrsta opnunardag eftir að samkomubanni lýkur. Þessi dagsetning verður uppfærð og skiladagar færðir enn frekar ef samkomubanni verður framlengt.

Bækur og önnur bókasafnsgögn safna ekki dagsektum vegna vanskila á þessu tímabili. Enn sem áður verður hægt að framlengja lánum og kaupa eða endurnýja bókasafnskort á heimasíðunni.

Þessi tilkynning verður uppfærð með frekari upplýsingum um starfsemi safnanna á meðan lokun stendur.

Við minnum á að Rafbókasafnið og Naxos tónlistarveiturnar eru alltaf opnar, og aðgengileg öllum sem eiga bókasafnskort í gildi.

  • Rafbækur má lesa eða hlusta á beint úr tölvu eða í gegnum Libby appið á snjalltækjum. Nánari leiðbeiningar má finna hér.  
  • Naxos Music Library (streymi sígildrar tónlistar) og Naxos Video Library (streymi myndbanda) eru stútfullar af tónlist og margs konar fróðleik henni tengdum. Nánari leiðbeiningar hér.