Raddbandið
Raddbandið í jólaskapi

Information about the event

Time
13:15 - 14:00
Price
Free
Target
Everyone
Language
íslenska
Music

Jólatónleikar | Raddbandið

Saturday December 14th 2024

Söngtríóið Raddbandið syngur inn jólin á Bókasafninu í Spöng laugardaginn 14. desember. 

Samkvæmt dagatalinu ætla söngdívur Raddbandsins að vera búnar að græja allt fyrir jólin í tæka tíð svo jólastressið nái ekki yfirhöndinni. Í ár munu þær loksins ná fullkomnum tökum á jólahátíðinni og móðurhlutverkinu. Sannkallaðar ofurkonur! Ætli þær toppi sig 14. desember? Búið ykkur undir stórskemmtilega og fyndna stund þar sem nýir textar um jólastressið og fjölskyldulífið fá að njóta sín í þéttradda útsetningum (close-harmony).

Raddbandið er söng- og sviðslistahópur sem var stofnaður í miðjum heimsfaraldri og er margt spennandi og fjölbreytt framundan, meðal annars glæsilegir jólatónleikar í Salnum 19. desember. Sveitina skipa söng- og leikkonurnar Auður Finnbogadóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir. Sigurður Helgi mun leika listir sínar á píanóið.

Raddbandið hlakkar til að sjá þig á Borgarbókasafninu Spönginni 14. desember!

Allir slakir hér…en ekki gleyma að setja viðburðinn inn í dagatalið! 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Stephensen, sérfræðingur
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230

Tags