Gjafaskiptimarkaður Loftslagskaffis

Information about the event

Time
All day
Price
Free
Target
Everyone
Language
öll tungumál velkomin
Exhibitions

Gjafaskiptimarkaður Loftslagskaffis Íslands

Thursday December 12th 2024 - Sunday December 15th 2024

Taktu þátt í gjafaskiptum Loftslagskaffis á Borgarabókasafninu Grófinni 

Notað verður nýtt. Átt þú dót sem þú notar ekki lengur? Á Gjafaskiptimarkaði Loftslagskaffis tökum við glöð á móti hlutum eða leikföngum sem gætu nýst öðrum sem jólagjafir eða skógjafir. 

Öllum er velkomið að koma með gjafir á borðið eða taka með sér gjöf. Áherslan er á það sem glatt gæti barn á jólunum; leikföng, spil, bækur, skógjafir og þess háttar. Eða eitthvað til skrauts eða nytsamlegt fyrir heimilið; kerti, rammar, plöntur, vasar, skraut, bækur o.s.fr.v.

Svona virka gjafaskiptin: 

  • Komdu með eitthvað ef þú vilt
  • Taktu eitthvað ef þú vilt
  • Vinsamlegast ekki pakka gjöfunum inn
  • Föt og stórir/þungir hlutir afþakkaðir   
  • Hægt er að taka gjöf án þess að koma með gjöf

Athugið að hlutirnir þurfa að vera hreinir og í nothæfu standi.  

Öll velkomin, þátttaka ókeypis.  Verslum minna og deilum meira. 

Opnunarviðburður á Facebook
Gjafaskiptimarkaður 12.-15. desember á Facebook


Nánari upplýsingar um verkefnið Loftslagskaffi veita:  
Marina Ermina, marina@greenwellbeing.org  
Marissa Sigrún Pinal, msp5@hi.is