Information about the event
Live Coding tónlistarforritun fyrir byrjendur með Strudel
Skráning er nauðsýnleg, sjá fyrir neðan.
Í þessari smiðju læra þátttakendur að nota vinsælt Live Coding forrit sem heitir Strudel. Dagur Kristinn frá Post-dreifingu stýrir smiðjunni.
Við hittumst í tvö skipti:
- sunnudaginn 3. nóvember kl. 13–16
- sunnudaginn 10. nóvember kl. 13–16
Námskeið er ætlað 13–16 ára, óháð bakgrunni, ekki er nauðsynlegt að kunna að forrita. Athugið að smiðjan fer fram á íslensku og er pláss fyrir 12 þátttakendur.
Þau sem geta mega koma með sína eigin fartölvu, en aðrar tölvur verða í boði á staðnum.
Hvað er Live Coding?
Live Coding eða núritun er skapandi nálgun á forritun þar sem flytjandinn býr til tónlist eða myndlist með því að skrifa, breyta og meðhöndla kóða í rauntíma, venjulega fyrir framan áhorfendur.
Á síðustu áratugum hefur þessi iðkun orðið að kraftmikilli skapandi listgrein á menningar- og tæknisviðum, meðal annars í tónlist, myndlist og tölvunarfræði. Í núritun fer sköpunin og tónsmíðin fram í rauntíma. Flytjandinn getur haft áhrif á flutninginn með myndefni, hreyfingu eða hverju sem er sem hægt er að stjórna. Kóðanum er oft varpað á skjá þar sem áhorfendur geta fylgst með.
Aldur: 13–16 ára
Skráning er nauðsýnleg, hefst 15. október.
Fer fram á íslensku.
Nánari upplýsingar veitir: Karl James Pestka (hann)
Verkefnastjóri — Verkstæðin og skapandi tækni
karl.james.pestka@reykjavik.is | 665 0898