Information about the event
Fríbúð | Skapandi fataviðgerðir með Ýrúrarí
Textílhönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí býður upp á opna smiðju í skapandi fataviðgerðum með áherslu á prjónuð efni.
Smiðjan gefur innsýn í þær aðferðir og nálganir sem Ýrúrarí notar í verkum sínum með áherslu á útsaum, prjón og nálaþæfingu.
Þátttakendur mæta með eigin peysur eða prjónaðar flíkur sem þá langar að lappa upp á eða breyta á persónulegan og einfaldan máta. Efniviður fyrir viðgerðir er á staðnum, en þátttakendur eru hvött til að koma með eigið garn ef þau eru með fyrirfram mótaðar hugmyndir, þar sem framboð af efnivið er takmarkað.
Þátttakendur þurfa ekki að hafa neina reynslu af fataviðgerðum eða handverki til að taka þátt. Börnum er velkomið að taka þátt í fylgd forráðamanns.
Heimasíða: www.yrurari.com
Instagram: @yrurari
Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6175