Jesper Pedersen á verkstæðinu.

Information about the event

Time
13:00 - 15:00
Price
Free
Target
Everyone
Ages
10+
Language
íslenska og enska
Children
Creative Technology

Fríbúð | Dótabúðin - Vélmennasmiðja

Saturday November 23rd 2024

Í þessari skemmtilegu og skapandi smiðju á vegum Raflost, verður gömlum rafmagnsleikföngum breytt í spennandi hljóðfæri og teiknivélar með einföldum tökkum og tólum. Með því að taka leikföngin í sundur og setja saman aftur á nýjan hátt munu þátttakendur búa til ný hljóð og einstök teiknimynstur.

Leiðbeinendurnir hvetja til verklegra tilrauna og munu virkja ímyndunaraflið. Þátttakendur þurfa ekki að kunna neitt, bara hafa áhuga á skrýtnum og sérstæðum hlutum, eins og hvernig mótorar og leikföng geta breyst í framandi og flott listaverk.

Í smiðjunni læra þátttakendur að:

  • Taka leikföng í sundur á öruggan hátt.
  • Nota rofa til að stjórna mótorum og hreyfingu.
  • Búa til einfaldar vélar sem teikna eða búa til hljóð.
  • Finna skapandi lausnir með öðrum þátttakendum.

Það má koma með sín eigin ónothæfu rafmagnsleikföng til að taka í sundur eða nota dót sem verður á staðnum.

Leiðbeinendur eru Sam Rees og Jesper Pedersen.

Um Sam samkvæmt ChatGPT

Sam Rees er breskur listamaður búsettur á Íslandi. Hann er þekktur fyrir að skapa gagnvirk listaverk úr fundnum hlutum, sérstaklega leikfangarobótum sem hann umbreytir til að mynda flóknar, sögudrifnar senur. Verkin hans eru blanda af DIY-menningu og súrrealískum frásögnum. Sam hefur kennt gagnvirka miðla við Listaháskóla Íslands frá 2014 og vinnur mikið með jaðar- og lo-fi list sem endurspeglar áhuga hans á verkum sem brjóta upp hefðbundin menningarmynstur

Um Jesper samkvæmt ChatGPT

Jesper Pedersen er íslenskur listamaður og tónskáld sem vinnur með innsetningar, blandaða miðla og hljóðlist. Verk hans kanna oft samspil tækni og náttúru, með sérstakri áherslu á rafræna tónlist og hljóðheim. Hann er þekktur fyrir nýstárlega notkun tækni og efnis sem brýtur upp hefðbundin listform. Pedersen hefur einnig unnið með hljóðverkum í tengslum við hljóðfæri eins og mótúlarsamstæður og sameinar sjónræna list við tónsmíðar

Nánar á vefsíðu Raflost

Viðburður á facebook

Skráning er neðst á síðunni. 

Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6175