
Information about the event
Bókakynning | Entering the Diamond Way
Verið velkomin á fyrirlestur um ágæti tíbeska búddismans, fluttan af Dilia Navarro frá Venesúela.
Dilia mun fjalla um bókina Entering the Diamond Way sem skrifuð var af Lama Ole Nydahl og fjallar um andlega vegferð þeirra Ole og Hannah Nydal sem árið 1968 urðu fyrstu vestrænu nemendur hins mikla tíbeska meistara Sextánda Gyalwa Karmapa. Frá þeirra fyrstu kynnum af tíbeskum búddisma í Kathmandu, gegnum Lama með einstaka dulræna hæfileika, upplifðu Ole og Hannah allt litrófið af speki búddismanns.
Dilia Navarro er ófaglærður búddistakennari Demantsleiðarinnar en hún kemur frá Caracas í Venesúela þar sem hún vann sem rafeindatæknifræðingur. Hennar fyrstu kynni af búddisma voru árið 1993 en 1994 kynntist hún Lama Ole Nydahl og Hannah konu hans . Árið 1997 tók Dilia við umsjón miðstöðvar Demantsleiðarinnar í Caracas ásamt bróður sínum og mágkonu. Frá þeim tíma hefur hún skipulagt námskeið og hjálpað til við að setja á stofn allar búddistamiðstöðvar og hugleiðsluhópa í Venesúela. Árið 1998 byrjaði hún að þýða fyrir Lama Ole á námskeiðum hans í Venesúela, auk þess að aðstoða við þýðingar á hugleiðslubæklingum.
2003 bað Lama Ole hana um að byrja að ferðast og kenna og síðan þá hefur hún ferðast og kennt um gjörvalla Evrópu, auk Norður-, Mið- og Suður Ameríku. Í lok ársins 2016 flutti hún til Kiel í Þýskalandi þar sem hún er búsett í dag.
Lama Ole Nydahl er búddistakennari í hefð Karma Kagyu leiðarinnar og hefur stofnað yfir 600 búddistamiðstöðvar um allan heim, í nafni Demantsleiðarinnar. Hann er einn af þekktustu vestrænu búddistakennurunum og með starfsemi hans hefur Karma Kagyu hefðin orðið ein vinsælasta búddistaleiðin á Vesturlöndum.
Frekari upplýsingar um Lama Ole Nydahl má finna á www.lama-ole-nydahl.org
Viðburðurinn er haldinn af Félagi Demantsleiðar Búddismans á Íslandi.
Öll hjartanlega velkomin.
Fyrir nánari upplýsingar:
buddismi@buddismi.is