
Information about the event
Lestrarhátíð | Opnunarhátíð með sögum, söng og vinabókasmiðju
Velkomin á opnunarhátíð Lestrarhátíðar fyrir börn og fjölskyldur í Borgarbókasafninu Gerðubergi!
DAGSKRÁ
Barnakórinn Graduale Liberi syngur nokkur lög úr Dýrunum á Fróni. Hér er um að ræða glæný sönglög eftir Stefan Sand við vísur úr bókinni Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson. Verkið var nýverið frumflutt í heild sinni á Óperudögum.
Gunnar Helgason les úr nýjustu barnabók sinni Birtingi og símabanninu. Bókin fjallar um Birting sem í upphafi sumars lendir í því að foreldrar hans ákveða að gera uppeldisátak sem felst í því að taka af honum símann. Þá ákveður Birtingur að grípa til sinna ráða því hann ætlar ekki að vera símalaus!
Embla Bachmann les úr nýrri bók sem nefnist Paradísareyjan. Bókin fjallar um Freyju og Hallgrím sem eru mætt niður á höfn til að taka á móti gestum sem eru að koma á Eyjuhátíð. En það er eitthvað dularfullt á seyði, gestirnir eru miklu fleiri en vanalega og miklu dónalegri og fæstir eru komnir til að taka þátt í hátiðinni heldur eru í einhverju allt öðrum erindagjörðum !
Iðunn Arna Björgvinsdóttir myndhöfundur bókaflokkins vinsæla Bekkurinn minn stjórnar vinabókasmiðja útfrá bókaflokknum.
Boðið verður upp á ylvolgt kakó og smákökur.
Vikuna 22. - 29. nóvember, í aðdraganda aðventu, heldur Borgarbókasafnið lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur í öllum átta bókasöfnum borgarinnar. Lögð er áhersla er á að skapa notalegar stundir fyrir börn og fjölskyldur. Höfundar mæta og lesa úr jólabókunum og stýra föndursmiðjum og boðið upp á heitt kakó og smákökur.
Hér má finna dagskrá Lestrarhátíðar.
Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins er styrkt af Barnamenningarsjóði og Bókasafnasjóði.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorgerður Agla Magnúsdóttir
Verkefnastjóri | Bókmenntir og lestrarhvatning
thorgerdur.agla.magnusdottir@reykjavik.is | 411 6149