jólin í múmíndal

Information about the event

Time
13:00 - 15:00
Price
Free
Target
Children
Ages
4 ára og eldri
Language
íslenska
Literature
Children
Arts & Crafts

Jólasögustund og föndur

Sunday December 15th 2024

Sögustund, spjall og föndur

Halda múmínálfar jól?

Eiginlega ekki. Þeir eru vanir að leggjast bara í híði yfir veturinn og sleppa þannig við vetrarkulda, jólastress og undarlegar jólahefðir. En einu sinni vöknuðu múmínálfarnir af dvala sínum og urðu mjög hissa. Múmíndalurinn var gjörbreyttur, hvítur og ískaldur, og fillífjonkur og kríli gátu talað endalaust um jólamat, gjafakaup og eitthvað skelfilegt sem var á leiðinni. Eitthvað sem kallaðist Jól. 

Jól í Múmindal er endursögn rithöfundanna Ceciliu Davidsson og Alex Haridi á sögu Tove Jansson, „Jólatréð“, þar sem múmínálfarnir fanga óafvitandi hinn sanna jólaanda.

Að lestri loknum spjöllum við saman og föndrum fallegt jólaskraut.. 

Gestir eru hvattir til að mæta með jólasveinahúfur eða önnur jólaleg höfuðföt.

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, deildarbókavörður
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250