Gerð er grein fyrir könnun á jarðfræðilegum aðstæðum á þremur svæðum (merktum A, B og C) í Bjarnarflagi þar sem áætlað er að reisa mannvirki jarðhitavirkjunar. Í þessu skyni voru boraðar þrettán grunnar könnunarholur og þrjár kjarnaholur. Móberg í Námafjalli frá síðasta jökulskeiði er elsta berg á svæðinu. Sprungur, misgengi og gjár setja svip á landið.