• book

Hellisheiði - hola HE-6 : 1. áfangi: Borun fyrir 13 3/8" öryggisfóðringu í 310 m dýpi (Icelandic)

(2002)
Contributor
Sigurður Sveinn JónssonBenedikt SteingrímssonHjalti FranzsonKjartan BirgissonDanielsen, Peter E.Ólafur GuðnasonOrkustofnun. RannsóknasviðOrkuveita Reykjavíkur
Add to list

Your lists

Close
Reserve 
Fjallað er um borun og rannsóknir í 1. áfanga borholu HE-6 á Hellisheiði og þeim gögnun sem safnað var í þessum áfanga. Holan sem er boruð með jarðbornum Jötni er suðvestan undir Skarðsmýrarfjalli. Í þessum áfanga var borað niður á 310 m dýpi með 444 mm krónu (17 1/2") og holan fóðruð með 13 3/8" öryggisfóðringu. Borun hófst á 9. verkdegi 3. júlí 2002 og áfanganum lauk 15. júlí á 21. verkdegi. Í öðrum áfanga verðu holan sveigð uþb 25° til norðausturs og byggður upp um 35° halli. Lokadýpi er áætlað 2000 m. Að venju var safnað sýnum af borsvarfi og jarðlög og ummyndun greind eftir þeim samhliða borun. Jafnframt voru gerðar hefðbundnar borholumælingar, s.s. á upphitun, holuvídd, jarðlögum og steypugæðum. Móberg, einkum bólstraberg og túff, er ráðandi berggerð. Jarðhitaummyndun er lítil og berghiti langt innan við 100°C. Tvær vatnsæðar komu fram. Borverkið er unnið af Jarðborunum hf. en rannsóknir annast Rannsóknasvið Orkustofnunar.
Rate this