Öldum saman hafa menn spurt stórra spurninga um lífið og tilveruna – og heimspekingar gefið svör sem enn hafa áhrif á heiminn. Heimspekibókin samanstendur af hnitmiðuðum greinum á aðgengilegu máli um kenningar helstu hugsuða heimspekisögunnar. Í bókinni er einnig að finna skýringarmyndir þar sem flóknar kenningar eru settar fram skref fyrir skref og tilvitnanir sem fanga kjarnann í hugsun spekinganna. Hvort sem þú ert fróðleiksfús byrjandi, áhugasamur nemi eða ráðsettur fræðimaður býður þessi bók upp á feiknin öll af andlegu fóðri. (Heimild: Bókatíðindi)