
Öflug sauðfjárrækt er stunduð á Íslandi og margvísleg nýsköpun henni tengd. Þrátt fyrir að fjárbúskapur eigi sér langa sögu sem mikilvæg atvinnugrein, er það ekki fyrr en með þessari bók að gefið er út alhliða fræðslurit um sauðfjárrækt á Íslandi. Bókin er fróðleiksbrunnur öllum þeim sem áhuga hafa á atvinnusögu Íslands og tengslum sauðfjár við íslenska menningu. (Heimild: Bókatíðindi)