• book

Dagbók Elku : alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915-1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu (Icelandic)

Contributor
Sigurður Gylfi MagnússonHilma GunnarsdóttirMiðstöð einsögurannsókna
Add to list

Your lists

Close
Reserve
Series
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar #15
Elka Björnsdóttir var verkakona í Reykjavík í upphafi 20. aldar. Hún var trúuð, þátttakandi í verkalýðsmálum, áhugasöm um menntir, menningu og framfarir en um leið íhaldssöm og fastheldin á hefðir. Hún var höfðingjadjörf og jafnréttissinnuð sveitakona sem fylgdist grant með því sem var að gerast í þjóðmálunum og tileinkaði sér margt af því sem nútíminn hafði upp á að bjóða. Bókin veitir einstaka innsýn í lífsbaráttu, kjör og aðbúnað fátæks fólks í Reykjavík um það leyti sem Ísland var að verða fullvalda ríki. Vinnuharka, húsnæðisekla, vöruskömmtun, dýrtíð, alvarleg veikindi og óhagstætt tíðarfar settu svip á hina daglegu lífsbaráttu en einnig má greina í texta Elku sterka samhjálp, kröftuga stéttabaráttu og sókn í menntun og menningu. (Heimild: Bókatíðindi)
Rate this