Hér er fjallað um þær breytingar sem urðu á híbýlaháttum Íslendinga þegar hin fjölþjóðlega nútímahreyfing í byggingarlist og hönnun breiddist út á tímabilinu 1900–1970 og tengsl þeirra við norrænan listiðnað og hönnun. Efnið er skoðað frá sjónarhóli módernismans og efnismenningar hvað varðar húsgagnaframleiðslu, neysluhætti og hlutverk sýninga. Tengsl Íslendinga við „Scandinavian design“-hreyfinguna á alþjóðavettvangi upp úr miðjum sjötta áratugnum eru skýrð. Að lokum er sýnt fram á breytingarnar í húsgagnaframleiðslunni með dæmum af sýningum og nokkrum verkstæðum í Reykjavík og á Akureyri þar sem hönnun, ný tækni og efni koma á einhvern hátt við sögu í framleiðslunni. (Heimild: Bókatíðindi)