Þingvellir hafa verið vettvangur margra merkustu atburða Íslandssögunnar og þeir eru einnig meðal merkustu staða landsins frá sjónarhóli náttúrfræðinnar. Í þessari glæsilegu og vönduðu bók fjalla margir fremstu vísindamenn okkar um mótun svæðisins, jarðfræði, veðurfar, gróður og dýralíf. Bókin kemur nú út í glænýrri útgáfu á ensku. Þegar bókin kom fyrst út á íslensku árið 2002 hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin. (Heimild: Bókatíðindi)