
Hvað gerði Hallgrím Pétursson að því skáldi sem hann var? Í þessari heillandi skáldsögu hefur Steinunn Jóhannesdóttir endurskapað það umhverfi sem mótaði Hallgrím. Við kynnumst foreldrum hans, systkinum, frændfólki, vinum, höfðingjum aldarinnar og almúgafólki. Ástríður, ástir og átök einkenna frásögnina og í bakgrunni eru stórtíðindi aldarinnar: eldgos, valdabarátta og Tyrkjaránið. Steinunn hefur áður skrifað skáldsöguna Reisubók Guðríðar Símonardóttur um ævintýri eiginkonu Hallgríms. (Heimild: Bókatíðindi)