Belle de Jour er klassapía. Hún er fastagestur á vinsælustu klúbbunum í London, velur nærfötin sín af kostgæfni og selur sig. Dýrt. Það sem greinir Belle frá öðrum símavændiskonum er að hún heldur dagbók á Netinu þar sem hún segir opinskátt og án blygðunar frá reynslu sinni, jafnt í kynlífi sem hversdagslífi. Sjónvarpsþættir byggðir á bókinni vöktu mikla athygli víða og voru m.a. sýndir hér á landi í vor. (Heimild: Bókatíðindi)