• book

Í ljóssins barna selskap : fyrirlestrar frá ráðstefnu um séra Hallgrím Pétursson og samtíð hans sem haldin var í Hallgrímskirkju 28. október 2006 (mul)

(2007)
Contributor
Margrét EggertsdóttirÞórunn Sigurðardóttir
Add to list

Your lists

Close
Reserve
Series
Ritröð Listvinafélags Hallgrímskirkju #2
Greinar þær sem birtast hér á prenti eru byggðar á fyrirlestrum sem fluttir voru á ráðstefnunni HALLGRÍMUR PÉTURSSON OG SAMTÍÐ HANS. Wilhelm Friese gefur yfirlit yfir aldarfar 17. aldar. Stina Hansson sýnir fram á að Passíusálmar Hallgríms Péturssonar séu dæmi um íhugunarrit, en Gunnar Harðarson lýkur upp fyrir lesendum hvernig dulúð miðalda bergmálar í íhugunarriti Hallgríms „Sjö guðrækilegum umþenkingum“. Einar Sigurbjörnsson fjallar um hvernig sálmar Hallgríms byggja á lútherskri túlkun Ritningarinnar. Laila Akslen ræðir um muninn á skáldskap norsku barokkskáldanna Petter Dass og Dorothe Engelbretsdatter. Hubert Seelow tekur fyrir rímnakveðskap Hallgríms og grefst fyrir um heimildir hans, en Þórunn Sigurðardóttir fjallar um prestskáldið Guðmund Erlendsson í Felli í samhengi við skáldskap Hallgríms og tíðaranda 17. aldar. Sigurður Pétursson rýnir í latínukvæði sr. Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, einkum ljóðabréf til vina hans. Sigrún Steingrímsdóttir veltir fyrir sér áhrifum tónlistar í hrynjanda Passíusálmanna en Þóra Kristjánsdóttir grefst fyrir um uppruna myndar af Hallgrími sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu. Að lokum fjallar Margrét Eggertsdóttir um tengsl hugtakanna barokk og yfirvald. (Heimild: Bókatíðindi)
Rate this