Series
Skoðum náttúruna
Bý, vespur, maurar og termítar hafa löngum vakið forvitni manna. Í flóknum félögum þessara skordýra þrífast saman hundruð, þúsundir eða jafnvel milljónir einstaklinga og enginn getur komist af án hinna. Hér er fjallað um margar hliðar á lífsháttum þeirra, allt frá flóknum leiðum þeirra til samskipta að aðferðum við að verja búin. Þá er m.a. brugðið ljósi á snilldarlegar byggingaraðferðir þeirra, bæði ofan- og neðanjarðar. (Heimild: Bókatíðindi)