Bókin er safn smásagna, ljóða og sögukafla úr bókmenntum eftir Vestur-Íslendinga. Reynt er að gefa sannferðuga mynd af þessum bókmenntaarfi sem að mörgu leyti sker sig frá þeim bókmenntum sem skrifaðar hafa verið á Íslandi. Höfundar eru: Bína Björns, David Arnason, Gísli Jónsson, Grímur Grímsson (Björn B. Jónsson), Guðrún H. Finnsdóttir, Guttormur J. Guttormsson, Jakobína Johnson, Jóhann Magnús Bjarnason, Júlíana Jónsdóttir, Káinn, Kristinn Stefánsson, Kristjana Gunnars, Laura Goodman Salverson, Sigurður J. Jóhannesson, Stephan G. Stephansson, William D. Valgardson, og Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Ritstjóri skrifar formála og stutta kynningu um hvern höfund. (Heimild: Bókatíðindi)