
Fyrir rúmum áratug voru það einkum sérfræðingar sem vissu deili á fyrirbærum eins og gen, erfðaefni og DNA. Nú eru þessi orð á hvers manns vörum og gríðarlegar vonir hafa verið bundnar við hagnýtingu fræðanna til að fæða mannkyn, lækna sjúkdóma og lengja líf okkar. En eru þessar væntingar raunhæfar? Hvert leiða draumar líftækninnar okkur? Og ef þeir rætast, hvað kosta þeir okkur? Og hvað hafa þeir kostað okkur nú þegar? Höfundurinn, sem er líffræðingur og vísindasagnfræðingur, leitar hér svara við þessum áleitnu spurningum. (Heimild: Bókatíðindi)