
Mikil umbrot voru í þjóðlífinu um 1970, róttæk vakning ungs fólks, mótmæli gegn her í landi, stríðinu í Víetnam, einræði herforingjastjórnarinnar í Grikklandi og hvers kyns rangsleitni víða um lönd. Þar var Sigurður framarlega í flokki, svo mjög að í margra augum varð hann að holdgervingi andófsaflanna í landinu. Hér er lýst frægum atburðum úr baráttusögunni, og af sínu alkunna hispursleysi og fjöri segir Sigurður frá ritstjóratíð sinni á Samvinnunni, sem hann gerði að einum helsta umræðuvettvangi landsins, ferðalögum, skáldskap og fjölskyldulífi. (Heimild: Bókatíðindi)