Eftir lok bandaríska borgarastríðsins flýr Clay Fitzgerald, ofursti í her Suðurríkjanna, til Írlands að vitja óðalsins sem hann erfði eftir afa sinn. En á Írlandi ríkir líka uppreisnarástand. Nýkominn úr grimmilegri styrjöld og í sárum eftir ósigurinn, óskar Clay einskis fremur en að leiða hjá sér yfirvofandi hildarleik. En eftir að hafa orðið vitni að óhæfuverkum landsdrottnaranna, getur Clay ekki setið með hendur í skauti. Hann býr sig í gervi þjóðsagnakappa, útileguriddara sem ríður um að næturlagi, og rís upp gegn ofureflinu. Æsispennandi bók eftir meistara spennusagnanna, Jack Higgins. "Higgins fær hárin til að rísa á höfði lesandans. - Publishers Weekly". (Heimild: Bókatíðindi)