Fjallað er um vatnafar og rennslishætti á vatnasviði Elliðaánna. Byggt er á gögnum frá 1925 til og með 1998 sem Vatnamælingar Orkustofnunar höfðu um rennsli Elliðaánna og nálægra vatnsfalla, mælingar á grunnvatnshæð í Heiðmörk, vatnshæð Elliðavatns, ásamt gögnum um reiknað innrennsli til Elliðavatns og mælingar á vatnshita í Elliðavatni og Elliðaánum.