Safn greina um viðfangsefni sem tengjast rannsóknum, svo sem um rannsóknarferlið sjálft, ýmsar tegundir rannsóknaraðferða og birtingu þeirra. Fæst af þessu hefur verið ritað á íslensku áður og því um brautryðjendastarf að ræða. Skírskotun efnis er víð og von til að ritið gagnist nemendum, iðkendum og fræðimönnum á sem flestum fræðasviðum. (Heimild: Bókatíðindi 2020)