Yngsta sveit á Íslandi varð til á Brunasandi í Vestur-Skaftafellssýslu eftir að Skaftáreldahraun rann frá Lakagígum 1783-84. Jökulvatn var þá bundið í farveg sem áður hafði flæmst um eyðisanda og land tók að gróa upp. Níu fræðimenn á sviði sagnfræði, þjóðfræði, fornleifafræði, líffræði og jarðfræði hafa hér tekið saman einstakt rit um þróun og mótun lands og samfélags á Brunasandi, þessari sérstæðu byggð. (Heimild: Bókatíðindi)