- book
Seinna stríð og næstu áratugir voru viðburðaríkt skeið í Íslandssögunni. Samfélagið tók stórstígum breytingum. Í Reykjavík fjölgaði fólki ört og skortur á skaplegu húsnæði hrakti þúsundir Reykvíkinga í bráðabirgðahúsnæði af ýmsu tagi. Margir settust að í herskálunum sem reistir höfðu verið í styrjöldinni. Braggarnir settu sterkan svip á höfuðstaðinn. Hér eru braggabyggðinni gerð skil allt frá því að bygging þeirra hófst árið 1940 og fram undir 1970 þegar meginþorri Reykvíkinga var kominn í gott húsnæði. Í frásögninni er víða komið við. Hugað er að húsnæðiseklu í stríðinu og hverjir fluttust helst í bragga og hvers vegna. Fjallað er um líf í bragga, almenn lífsskilyrði braggabúa og viðhorf annarra til þeirra og svo mætti lengi telja. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda sem fæstar hafa áður komið fyrir sjónir almennings. (Heimild: Bókatíðindi)
- book
Seinna stríð og næstu áratugir voru viðburðaríkt skeið í Íslandssögunni. Samfélagið tók stórstígum breytingum. Í Reykjavík fjölgaði fólki ört og skortur á skaplegu húsnæði hrakti þúsundir Reykvíkinga í bráðabirgðahúsnæði af ýmsu tagi. Margir settust að í herskálunum sem reistir höfðu verið í styrjöldinni. Braggarnir settu sterkan svip á höfuðstaðinn. Hér eru braggabyggðinni gerð skil allt frá því að bygging þeirra hófst árið 1940 og fram undir 1970 þegar meginþorri Reykvíkinga var kominn í gott húsnæði. Í frásögninni er víða komið við. Hugað er að húsnæðiseklu í stríðinu og hverjir fluttust helst í bragga og hvers vegna. Fjallað er um líf í bragga, almenn lífsskilyrði braggabúa og viðhorf annarra til þeirra og svo mætti lengi telja. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda sem fæstar hafa áður komið fyrir sjónir almennings. (Heimild: Bókatíðindi)