Þessi bók er fágætt safn 2.000 upplýsandi og drepskemmtilegra sagna úr sviðsljósinu. Í þessari kaldhæðnislega innbundnu en dagsönnu revíu stígur Gísli Rúnar Jónsson dramatískan darraðardans í óformlegu en taktvissu hliðarspori við leiklistarsöguna, við undirleik kostulega ónákvæmrar en alþjóðlegrar ritstjórnar Grínara hringsviðsins. Öldum saman hefur sviðsljósið verið uppspretta óþrjótandi söguburðar og má þá einu gilda hvort við sögu komu leikstjórinn og leikhússtjórinn sem reyndu að bíta nefið hvor af öðrum, gagnrýnandinn sem kom að konunni sinni uppi í rúmi með ballettdansaranum eða leikskáldið sem gekk í skrokk á leikaranum fyrir að fara afturábak með textann. (Heimild: Bókatíðindi)