Series
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins
Orwell lagði listilega rækt við að skrifa ritgerðir, hugsar þar frjálslega um t.d. stjórnmál, bókmenntir, kvöldklæðnað, ókurteisi, tóbaksbúðir, hengingaraðferðir, vináttulandsleiki, húsnæði og skipulag íbúðahverfa, verðsamanburð á vindlingum og bókum, fyrirmyndarpöbbinn, skotgrafahernað, valdadýrkun, friðarsinna, lífsleiða, ljúfengt te, einkaskóla, ævisögur, ensk morð, hungursneyð, hlutlæga blaðamennsku og forneskjulegar lækningaaðferðir. Mikilvægi ritgerða, líkt og vægi frjálsrar hugsunar, hefur oft fallið í skugga skáldsögunnar sem notið hefur meiri lýðhylli. Eftir Orwell eru Lærdómsritin Dýrabær og Í reiðuleysi í París og London. (Heimild: Bókatíðindi)