Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku. Henni er ætlað að mæta brýnni þörf á aðgengilegu efni um stjórnun og rekstur sjálfboðaliðasamtaka og annarra félaga sem rekin eru án hagnaðarvonar. Þrátt fyrir vaxandi hlutdeild félaga af þessu tagi í almannaþjónustu á Íslandi og áhuga á að bæta stjórnun og rekstur þeirra til að mæta auknum verkefnum eru afar takmarkaðar upplýsingar á íslensku um viðfangsefnið. Í bókinni er sjónum m.a. beint að hlutverki og umfangi félagasamtaka á Íslandi, helstu lagareglum, stjórnskipulagi og stefnumótun. Einnig er fjallað um forystu og mannauðs- og fjármálastjórnun, almannatengsl, upplýsinga- og skjalastjórnun og fundarstjórn. Að lokum er starfsemi 11 íslenskra félagasamtaka kynnt. (Heimild: Bókatíðindi)