Helförin er einn svartasti bletturinn í gjörvallri sögu mannkynsins og fá staðarheiti vekja okkur jafn mikinn hrylling og Auschwitz. Þar voru rúmlega 1,1 milljón manna tekin af lífi á árunum 1941-1944. Langflestir þeirra voru gyðingar, en margir sígaunar og fólk af öðrum kynþáttum og þjóðarbrotum týndu lífinu í Auschwitz. Í þessari bók rekur Laurence Rees þessa hryllingssögu á skilmerkilegan og læsilegan hátt og styðst m.a. við viðtöl við fólk sem lifði af vistina í búðunum og menn úr hópi illvirkjanna sem þar störfuðu. Þetta er bók sem lætur engan ósnortinn. (Heimild: Bókatíðindi)