• book

Dreamland : a self-help manual for a frightened nation (English)

Contributor
Jones, NicholasRichardson, Paul
Add to list

Your lists

Close
Reserve
Draumalandið, bók Andra Snæs Magnasonar, hefur verið gefin út á ensku af forlaginu Citizen Press. Nefnist hún Dreamland - A Self-Help Guide For a Frightened Nation. Draumalandið var ein umtalaðasta bókin á Íslandi þegar hún kom út fyrir tveimur árum. Það er augljóst af viðbrögðum við ensku útgáfunni, að hún vekur athygli enda er umræðuefnið ekki sér-íslenskt. Gagnrýnendur bókarinnar eru flestir sammála um að umræðan um hvernig eigi að umgangast náttúruna er, og á að vera ofarlega á dagskrá og að vandi Íslands er í hnotskurn, vandi heimsins. Eins og íslenskir lesendur vita hefur Andra Snæ tekist að vekja áhuga á þessu viðfangsefni samtímans af einstakri hugmyndaauðgi og áunnið sér virðingu samherja og mótherja fyrir vel skrifaðan teksta og vönduð vinnubrögð. (Heimild: Bókatíðindi)
Rate this