Sextán konur, sem allar hafa lokið doktorsnámi, eiga kafla í bókinni. Þær starfa við ýmsa háskóla landsins og hafa allar stundað eigin rannsóknir og miðlað þeim í ræðu, kennslu og riti. Í bókinni greina konurnar frá eigin fræða- og rannsóknarsviði, hvernig áhugi þeirra á því vaknaði og hvernig þeirra eigin lífssaga og persónuleg reynsla hafði áhrif á starfsval þeirra. Þær fjalla einnig um hugmyndafræðilega þróun innan síns fræðasviðs og hvernig hún hefur endurspeglast í lífi þeirra, störfum og rannsóknum. (Heimild: Bókatíðindi)