
Smásagnasafnið Hegravarpið kom út í Montréal árið 2003 og vakti strax mikla athygli fyrir einfaldan og beinskeyttan stíl höfundarins. Sögurnar gerast allar í deyjandi smábæ í norðurhluta Québec-fylkis í Kanada. Þær lýsa lífi íbúanna sem byggja afkomu sína á veiðimönnum, fuglafræðingum og borgarbörnum í leit að ró. Bak við friðsæla ásýnd þorpsins má þó finna blendnar tilfinningar í garð utanbæjarfólksins. Lise Trembley hefur gefið út þrjár skáldsögur en Hegravarpið er fyrsta smásagnasafnið sem hún sendir frá sér. Fyrir það verk hlaut hún m.a. ein merkustu bókmenntaverðlaun sem veitt eru í Kanada. Þýðendur: Linda Rós Arnardóttir, Davíð Steinn Davíðsson, Ásdís R. Magnúsdóttir. (Heimild: Bókatíðindi)