Friðþór Eydal fyrrum upplýsingafulltrúi varnarliðsins varpar ljósi á upphaf og umsvif Keflavíkurstöðvarinnar í síðari heimsstyrjöld og á upphafsárum kalda stríðsins sem markaði leiðina til stofnunar varnarliðsins. Glæsileg bók byggð á víðtækum heimildum líkt og fyrri bækur höfundar um starfsemi erlendra herja á Íslandi. Ómissandi fyrir alla sem áhuga hafa á sögu þessara örlagaríku ára og samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Prýdd rúmlega 300 fágætum ljósmyndum. (Heimild: Bókatíðindi)