
Í bókinni er ævi og starf meistarans frá Nasaret sett í sögulegt samhengi nútíma lesanda til glöggvunar. Fjöldi mynda og korta ásamt skýringum á ýmsum fornum siðum varpa ljósi á margt forvitnilegt. Bók sem ætlum er fólki á öllum aldri. Skýr og markviss framsetning á sögu Jesú Krists, meistarans frá Nasaret, leiðir lesandann í gegnum sögu hans og vekur hann til umhugsunar um þýðingu kristinnar trúar í nútímanum. (Heimild: Bókatíðindi)