Series
Í kastljósi sögunnar
Víkingar, sem við teljum forfeður okkar, voru ekki bara sjóræningjar, heldur voru þeir líka bændur, fiskimenn, listfengir handverksmenn, bráðsnjallir sæfarar og miklir ferðagarpar og landkönnuðir sem fóru víða. Þessi bók segir frá veröld þeirra, menningu, lífi og lifnaðarháttum á aðgengilegan og spennandi hátt, í hnitmiðuðum texta og litríkum myndum og flettiglærum. (Heimild: Bókatíðindi)