
Tveir gamlir vinir, sem áður voru óaðskiljanlegir, fyrrverandi foringjar í her Austurríkis-Ungverjalands, hittast á ný eftir ríflega fjörutíu ára aðskilnað. Fjórum áratugum fyrr gerðist örlagaríkur atburður sem leiddi til algers skilnaðar þeirra og lagði líf þeirra í rúst. Allan þennan tíma hafa þeir beðið endurfundanna, og nú þegar ævilokin nálgast verður hinn raunverulegi sannleikur afhjúpaður. Kertin brenna niður kom fyrst út 1949, en var bönnuð í valdatíð kommúnista. Hún er nú ein rómaðasta skáldsaga Evrópu. (Heimild: Bókatíðindi)