Verk að vinna er bráðskemmtileg og aðgengileg handbók sem ætluð er öllum íbúðar- og húseigendum, sem láta sér annt um híbýli sín. Hér er gefið gott yfirlit um allt það helsta sem gera þarf í viðgerðum og viðhaldi á heimilinu. Í þessari gagnlegu bók er að finna hugmyndir, lausnir, fróðleik og heilræði sem ómetanleg geta reynst þegar taka þarf til hendinni hvort heldur utanhúss eða innandyra. Fjallað er um viðhald og endurnýjun, smíðar og viðgerðir af margvíslegu tagi. Aðferðum er lýst skref fyrir skref og með hjálp yfir 1000 skýringarmynda og teikninga nýtist bókin öllum íbúðareigendum óháð kunnáttu þeirra og reynslu. (Heimild: Bókatíðindi)