
Fjórtán ára gyðingur, György Köves, er rekinn út úr strætisvagni af lögreglumanni í Búdapest 1944. Örlögleysi er ein af áhrifamestu lýsingum allra tíma á veruleika útrýmingarbúðanna. Sagan er sérstæð lýsing á sálarlífi unglings sem tekst á við fangavistina af furðumikilli yfirvegun og leitast ávallt við að finna skynsamlegar skýringar á því sem fyrir ber. Imre Kertész hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2002, ekki síst fyrir Örlögleysi. Meistaralega samin og glæsilega stíluð í þýðingu Hjalta. - Páll B. Baldvinsson, DV . (Heimild: Bókatíðindi)