• book

Stjórnun á tímum hraða og breytinga (Icelandic)

Add to list

Your lists

Close
Reserve
Þetta er fyrsta bók sinnar gerðar á íslensku þar sem tekið er mið af íslenskum aðstæðum og ýmsum dæmum úr íslensku atvinnulífi gerð skil, bók fyrir alla þá sem vilja snúa vörn í sókn. Hér er fjallað um verkefnastjórnun – hið nýja stjórnunarform, skipulag fyrirtækja og undirbúning verkefna, áætlanagerð og eftirlit, verklok og mat á árangri. Einnig er greint frá ýmsum kerfum sem notuð eru við verkefnastjórnun og kennt að setja upp viðskiptaáætlanir. Þetta er bók sem ratar víða, jafnt til skóla og fyrirtækja sem frumkvöðla og almennings, og henni fylgir geisladiskur með miklu ítarefni. Auk þess hefur verið opnuð sérstök heimasíða á netinu, þar sem lesendur geta sótt sér margvíslegt efni til stuðnings við bókina. (Heimild: Bókatíðindi)
Rate this