Kötturinn Zorbas vill helst ekki gera neitt nema liggja í leti á meðan fjölskylda hans er í sumarfríi. En þau áform breytast þegar deyjandi máfur lendir á svölunumhjá honum og verpir þar eggi. Kötturinn tekur eggið að sér en verkefnið reynist ekki vandalaust. Saga um máf og köttinn sem kenndi honum að fljúga eftir Chilemanninn Luis Sepúlveda hefur komið út víða um heim og notið mikilla vinsælda. (Heimild: Bókatíðindi)