Að láta draum sinn rætast og búa til ljósmyndabók um Vestmannaeyjar, æskustöðvar sínar. Þannig hófst ævintýrið við gerð þessarar bókar. Úr sumarsænum er í stóru broti, 23,5x27,5 cm, oftast ein mynd á síðu. Hún lýsir fegurð eyjanna þar sem náttúran leikur sér með gamalt land og nýtt í stórbrotnu samspili ljóss og lita. Efni bókarinnar er lítið ferðalag um Heimaey sem byrjar við innsiglinguna inn Víkina og endar við Eiðisdranga í miðnætursól. Textinn er á íslensku, ensku og þýsku, en sér kápa er fyrir hvert tungumálanna. (Heimild: Bókatíðindi)