
Þúsundir Íslendinga hafa náð tökum á tölvutækninni með sjálfsnámsheftum Hemru, sem bera undirtitilinn - á eigin spýtur. Lesandinn er leiddur skref fyrir skref frá einföldustu aðgerðum í gegnum þær flóknari með fjölda dæma og skjámynda þannig að hann á að geta tileinkað sér efnið án frekari aðstoðar. Heftin henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Titlarnir í ritröðinni eru komnir vel á þriðja tuginn og sífellt bætast nýir við. Af nýlegum titlum og væntanlegum, auk nýrrar útgáfu af Netinu, má nefna Photoshop 6, Myndvinnslu, Dreamweaver 4, HTML, Office XP og Windows XP. (Heimild: Bókatíðindi)