Háskaflug er sannkölluð flughetjusaga með öllum þeim ógnum og skelfingaraugnablikum, sem herflugmenn einir upplifa. Höfundurinn, Jack Higgins, þekkir flug og aðstæður herflugmanna af eigin reynslu. Bókin segir frá bandarísku tvíburabræðrunum Harry og Max Kelso sem voru aðskildir í æsku. Þeir voru um tvítugsaldur í byrjun síðustu heimsstyrjaldar og báðir flugmenn, Max í flugher Þjóðverja og Harry í flugher Breta. Þar lenda þeir bræður í flugorrustum í návígi. Annar fær það verkefni að myrða Eisenhower, hinn að drepa Hitler. Hvorugur gat séð fyrir þær djöfullegu aðstæður sem biðu þeirra um það bil sem innrás herja Bandamanna í Normandí vofði yfir. Þeir atburðir urðu kveikjan að svívirðilegu ráðabruggi og háskalegum fyrirætlunum sem virtu engin siðalögmál. "Harðsoðin spennubók, eins og þær gerast bestar." The New York Times. "Higgins fær hárin til að rísa á höfði lesandans." Publisher Weekly. (Heimild: Bókatíðindi)