Tilvera mannkyns er háð auðlindum jarðar. Eru mennirnir að raska þeirri hringrás náttúrunnar sem er undirstaða alls lífs? Þessi bók geymir safn greina um helstu umhverfismál samtímans í alþjóðlegu samhengi en skoðuð af íslenskum sjónarhóli. Fjallað er m.a. um vistkerfi norðurhjara, regnskóga, hafið, hnignun landkosta, loftslagsbreytingar, samgöngur og áhrif ferðamennsku á umhverfið. Þrettán höfundar eiga greinar í bókinni sem á bæði erindi til almennings og kunnáttufólks um umhverfismál. Gefin út í samvinnu við Umhverfisstofnun Háskóla Íslands. (Heimild: Bókatíðindi)