Information about the event
Sýning | Skissur verða að bók – Linn Janssen
Staðsetning: 2. hæð, Hringurinn
Á þessari sýningu getur þú séð inn í töfrandi heim barnabókanna. Við fáum að fylgjast með hugmyndavinnu og skissugerð sem að lokum verður að fullsköpuðum myndum í barnabók.
Myndhöfundurinn Linn Janssen sýnir skissu- og hugmyndaferlið á bak við myndirnar í bókinni Einstakt Jólatré eftir Benný Sif Ísleifsdóttur. Bókin kom út fyrir ári og var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir myndlýsingar.
Linn Janssen útskrifaðist af teiknibraut Myndlistaskólans í Reykjavík 2022. List hennar einkennist af blöndu af klippimyndatækni, trélitateikningu og gvass málningu.
Á sýningunni er hægt að skoða vinnuferli hennar, frá fyrstu blýantsskissum til lokamyndanna, sem og áhöldin og efnin sem hún notaði.
Sjá viðburð á Facebook.
Boðið verður uppá klippimyndasmiðju fyrir börn í tengslum við sýninguna.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100