
Information about the event
Fríbúð | Skapandi smiðja með Stúdíó Fléttu
Hönnunarstofan Flétta bjóða uppá spennandi smiðju í Fríbúðinni.
Á bak við Fléttu standa hönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir, þær hafa unnið saman að fjölbreyttum verkefnum þar sem endurnýting hráefna og staðbundin framleiðsla spila lykilhlutverk. Á yfirborðinu einkennast verk þeirra af leikgleði og léttleika en undir niðri krauma gagnrýnar spurningar. Þær setja sér skorður hvað varðar efnisnotkun og vinnuaðferðir í von um að móta nýjar og sjálfbærari leiðir til að hanna og umgangast hluti. Flétta hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2023 í flokkunum verk ársins og vara ársins.
Í smiðjunni gefur Birta innsýn í þær aðferðir og nálganir sem Flétta notar í verkum sínum með áherslu á leikgleði og nýtingu staðbundinna hráefna. Í smiðjunni vinna þátttakendur með endurnýtingu hráefna sem finnast á hverju heimili og skoða leiðir til að skapa nýja hluti úr því.
Skráning er nauðsynleg þar sem pláss er takmarkað við 15 þátttakendur.
Skráning opnar í haust.
Viltu vita meira um Fríbúðina?
Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6170